Haustið 1839 rekur óþekktan dreng á land við Hjörleifshöfða og fær landlæknir það verk að vekja hann til lífs og leita uppruna hans.
Selta er hvort tveggja í senn óður til íslenskrar náttúru og áningarstaðarins sem við leitum að.
Grípandi saga af kostulegum persónum og ævintýralegum uppákomum, skrifuð af fágætri fimi eins okkar eftirtektarverðustu höfunda.