Þess er minnst 16. febrúar 2020 að 100 ár eru liðin frá því að Hæstiréttur Íslands tók til starfa.
Saga réttarins er samofin sjálfstæðisbaráttu Íslendinga og þegar Ísland varð frjálst og fullvalda ríki náðist sá mikilvægi árangur sjálfstæðisbaráttunnar að æðsta dómsvaldið í málefnum Íslendinga færðist í hendur þeirra sjálfra með stofnun Hæstaréttar árið 1920.
Í riti þessu sem hefur að geyma 18 ritgerðir eftir 22 höfunda er fjallað um valda málaflokka og réttarsvið sem hafa verið til umfjöllunar á þeim hundrað árum sem liðin eru frá stofnun réttarins og hann hefur komið að því að móta með einum eða öðrum hætti.