Sumar bækur eldast ekki. Umgerð þeirra og umbúnaður kann að vera háður stað og tíma en kjarni þeirra, boðskapur, hugmyndasjóður eða skilaboð á alltaf erindi við alla tíma. Það eru svonefndar sígildar eða klassískar bókmenntir. Þær eru einhver dýrmætasti fjársjóður mannlífsins. Við eigum allnokkrar slíkar bækur. Þær eru yfirleitt í heiðri hafðar. Þær eru stolt föðurlands síns. Aðrar þjóðir reyna að ná til þeirra og njóta þeirra í þýðingum. Hin mikla skáldsaga franska rithöfundarins Honoré de Balzac, Brostnar væntingar, er ein þessara bóka Þó að hún væri skrifuð á fyrri hluta 19. aldar er hún enn ung. Og þó að umgerðin sé frönsk landsbyggð og höfuðborgin París truflar það engan. Kjarni hennar er sígilt viðfangsefni, heiðarleiki óheiðarleiki, hégómagrirnd, fánýt eftirsókn eftir frægð og auði, gegn heilindum, hóglátri iðjusemi, vandaðri hugsun og vinnu þó að það þýði fátækt og aðkast, afhjúpun spillingar og lítilmennsku. Mörg efnissvið eru reifuð sem hljóta að vera öllum góðum mönnum umhugsunarefni. Þessi merkilega og mikla skáldsaga á ekki síður erindi við Íslendinga en aðra.
Brostnar væntingar
5.395 kr.
Ekki til á lager