Hvað er það sem gerir mig að mér? Hvað er það sem gerir þig að þér?
Öll erum við einstök á okkar hátt. Við eigum öll rétt á að vera nákvæmlega eins og við erum.
Það skiptir ekki máli hverju við klæðumst, hverjum við verðum skotin í, hvaða kyni við upplifum okkur í, hvaðan við erum eða hverju við höfum áhuga á. Við megum öll vera eins og okkur langar til.
Vertu þú! segir litríkar sögur af fjölbreytileikanum og hvetur til fordómaleysis og víðsýni. Höfundar bókarinnar eru Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir sem halda úti fræðsluvettvanginum Hinseginleikinn. Bókina prýða fallegar myndir Öldu Lilju Hrannardóttur.