Arna Skúladóttir, sem er frumkvöðull á sínu sviði, sendi frá sér bókina Draumland, svefn og svefnvenjur barna frá fæðingu til tveggja ára árið 2006 og hefur hún átt miklum vinsældum að fagna hér heima æ síðan, einnig hefur hún verið þýdd á fjölmörg tungumál. Nýja bókin, Draumaland frá fæðingu til sex ára aldurs byggir á þeirri góðu bók, en er mun yfirgripsmeiri og ítarlegri en sú fyrri.
Arna er hjúkrunarfræðingur og sérfræðingur í barnahjúkrun með svefn og svefnvandamál sem undirsérgrein. Hún starfar á Barnaspítala Hringsins og hefur tekið á móti þúsundum barna og foreldra sem leitað hafa til hennar með margvísleg svefnvandamál og fyrirspurnir.