Um árabil hefur áhugaljósmyndarinn Svavar Alfreð Jónsson, sóknarprestur á Akureyri, heimsótt helstu fossa heimahéraðs síns, Eyjafjarðar, og hér gerir hann þeim skil í máli og myndum. Einn tilgangurinn með bókinni er sá að minna á þau ómetanlegu lífsgæði sem felast í því að eiga stutt að fara út í óspjallaða og ægifagra náttúru. Fegurðin er nærri og aðgengilegri en okkur grunar.
Bókin er í senn á íslensku og ensku.