Sæmundur fróði, Búkolla, Galdra-Loftur og Grýla eru meðal fjölmargra ógleymanlegra þjóðsagnapersóna sem hafa lifað með Íslendingum um aldir og sett mark sitt á tungumálið og þjóðarsálina. Sögurnar af þeim eru ekki aðeins gluggi að veru-leika og hugmyndaheimi fyrri alda heldur lykill að undrum íslenskunnar.
Andlit á glugga er safn íslenskra þjóðsagna og ævintýra með nú¬tímastafsetningu og ítarlegum orðskýringum. Bókin hefur að geyma um sextíu sögur þar sem lýst er ástum og grimmum ör-lögum, heimsku og útsjónarsemi, hugrekki og hryllingi.
Sögunum er fylgt úr hlaði með fróðlegum inn¬gangi og milliköflum þar sem varpað er ljósi á munnlega geymd efnisins, alþjóðlegt samhengi þess og gildi þessara bókmennta í menningar-sögulegu samhengi. Útgáfuna önnuðust Romina Werth og Jón Karl Helgason en myndirnar í bók¬inni eru eftir Halldór Baldursson.