Bókin fjallar um þær réttareglur sem gilda á sviði persónuverndarréttar, fræðilegar undirstöður þeirra, uppruna, markmið, helstu efnisreglur svo og framkvæmd að íslenskum rétti.
Markmið ritsins er að veita heildstæða mynd af því hvernig meginreglur og ákvæði ESB-reglugerðar og laga um persónuvernd og vinnslu perónuupplýsinga birtast í íslenskri réttarframkvæmd í ljósi þróunar í Evrópurétti.
Í bókinni er gerð grein fyrir helstu hugtökum, heimildum til vinnslu persónuupplýsinga, réttindum skráðra einstaklinga, skyldum ábyrgðar- og vinnsluaðila, öryggi persónuupplýsinga, flutningi persónuupplýsinga til þriðju landa svo og eftirliti með lagaframkvæmd. Þá er lýst túlkun og beitingu réttarreglna um einkalífs- og persónuvernd í framkvæmd íslenskra dómstóla, Mannréttindadómstóls Evrópu, Evrópudómstólsins og úrlausnum Persónuverndar.
Bókin er einkum ætluð þeim sem stunda rannsóknir eða nám á háskólastigi á sviði persónuverndarréttar en nýtist einnig öllum sem vinna með persónuupplýsingar í daglegum störfum.