Sumar sjálfshjálparbækur hvetja lesandann til að vera besta útgáfan af sjálfum sér, aðrar segja okkur að allt fari vel ef við bara óskum þess nógu heitt og erum nógu jákvæð. Ekki þessi bók. Höfundinum er drullusama um alla jákvæðni og góða strauma. Þessi bók gefur skít í að leysa vandamál þín eða lina þjáningar. Og einmitt þess vegna getur þú verið viss um að hún er heiðarleg.
Það er vandmeðfarin list að vera fokk sama. Að velja á milli þess sem skiptir mann máli og þess sem manni ætti að vera nákvæmlega sama um er ótrú – lega erfitt. Til þess þarf langa þjálfun og sjálfsaga. Og þér á eftir að mistakast það margsinnis. En þetta gæti vel verið mikilvægasta glíman sem þú þreytir á ævinni. Magnea J. Matthíasdóttir þýddi.
“Óvenjulegar aðferðir sem ganga algerlega upp. Svona á sjálfshjálparbók að vera!” Kirkus Reviews
“Ég bæði frussaði af hlátri og skalf af ekka við lestur bókarinnar. Höfundurinn er óbærilega hreinskilinn og skelfilega fyndinn.” Huffington Post