Gátan er hörkuspennandi saga eftir glæpasagnadrottninguna Camillu Läckberg og sjáandann Henrik Fexeus – önnur bók þeirra í geysivinsælum þríleik um lögreglukonuna Mínu Dabiri og sjáandann Vincent Walder. Fyrsta bókin í þríleiknum, Kassinn, kom út árið 2020 og sló rækilega í gegn.
Camilla Läckberg er einn vinsælasti rithöfundur Evrópu og hafa bækur hennar selst í rúmlega 29 milljónum eintaka í tæplega 60 löndum um allan heim.
Henrik Fexeus er margverðlaunaður sjáandi og einn fremsti sérfræðingur heims á sviði líkamstjáningar. Bækur hans hafa selst í 1,5 milljónum eintaka í 28 löndum um víða veröld.