Mæðginin Putti og Maddamamma eiga heima í Ævintýraskóginum þar sem öll ævintýrin gerast. Þegar Putti vill sjálfur lenda í ævintýrum og fer einn á stjá um miðja nótt mætir hann auðvitað Nátttröllinu ógurlega sem rænir honum umsvifalaust. Íbúar skógarins sameinast um að bjarga Putta litla – ekki alveg allir þó, því að nornin, úlfurinn og vonda stjúpan vilja ekki hjálpa til.
Skilaboðaskjóðan er eitt ástsælasta verk Þorvaldar Þorsteinssonar, rithöfundar og myndlistarmanns. Nú er þessi spennandi saga loksins fáanleg aftur, fyrir nýja kynslóð ævintýraþyrstra krakka með nef fyrir góðum uppfinningum.