Múmínpabba þyrstir í ævintýri og hann fær alla drauma sína uppfyllta þegar glæsilegi báturinn hans, Hafshljómsveitin, siglir með múmínfjölskylduna um höfin: Þau lenda í skelfilegu óveðri, bjarga frænku hemúlsins úr lífsháska, leggja lævísa gildru fyrir risavaxinn dronta og hitta hinar dularfullu slímloppur. En besta ævintýrið bíður þeirra heima.
Múmínálfarnir og hafhljómsveitin er endursögn Ceciliu Davidsson og Alex Haridi úr Minningum múmínpabba eftir Tove Jansson. Litríkar teikningar listakonunnar Filippu Widlund varpa töfraljóma á ævintýri múmínfjölskyldunnar. Gerður Kristný íslenskaði.