Ólafur Sveinn Jóhannesson sló í gegn með ljóðabók sinni Klettur – ljóð úr sprungum, sem fékk afbragðs dóma og var tilnefnd til ljóðabókaverðlaunanna, Maístjörnunnar. Hér heldur hann áfram að yrkja um sína heimabyggð af einlægni og dregur upp áhrifamiklar myndir af mannlífi og tilveru fyrir vestan af næmri tilfinningu og húmor.
O R Ð AT I LT Æ K I
Á Patreksfirði vinna menn
til þess að verða ríkir
Á Bíldudal vinna menn
til þess að geta skemmt sér
Á Tálknafirði vinna menn