BANNAÐ AÐ EYÐILEGGJA kom fyrst. BANNAÐ AÐ LJÚGA var næst. Nú kemur: BANNAÐ AÐ DREPA. Og loksins – í þriðju tilraun – er Alexander Daníel Hermann Dawidsson ánægður með lífið.
Hann á:
… tvær geggjaðar systur ,Sóleyju og Máneyju
… risastóra fjölskyldu sem býr öll saman í nýju húsi
… frábært páskafrí framundan með risastóru fjölskyldunni
Hann á samt ekki:
… besta vin
… séns á að verða Reykjavíkurmeistari í fótbolta
… von á því að einhver verði drepinn
… eða einhver hafi verið drepinn!
ADHD-ið hans Alexanders gæti samt bjargað málunum! Hann tekur nefnilega eftir ÖLLU og veit að það er BANNAÐ AÐ DREPA!
Gunnar Helgason hefur skrifað barnabækur næstum síðan hann var sjálfur barn og hlotið verðskuldað lof og verðlaun fyrir , meðal annars Íslensku bókmenntaverðlaunin og Bókaverðlaun barnanna.
Rán Flygenring hefur sent frá sér fjölda bóka og hlotið verðlaun og viðurkenningar fyrir myndir sínar og texta. Hún teiknaði allar myndirnar í þessari bók og þær eru ótrúlega flottar!