Lögregluforinginn Tilda Davidsson er barnshafandi og komin langt á leið þegar hún er kölluð til að aðstoða samstarfsmann sem hefur orðið fyrir hnífaárás á afskektu býli á Norður-Ölandi. Þar finnur hún lík aldraðra hjóna í hjónarúminu.
Gerlof, gamli frændinn hennar Tildu, minnist þess að í nágrenni við býlið fór fram háleynileg starfsemi á vegum hermálayfirvalda í heimsstyrjöldinni síðari. Smám saman áttar Gerlof sig á því að dularfull dauðsföll hermanna sem tengdust þessari starfsemi eru ekki gleymd og grafin. Morðingi gengur laus – í hefndarhug. Sjötta bókin í Öland-seríunnni.
Ristur
3.995 kr.
Lítið magn á lager