Morgunbjart víðerni
reisir varðturn sviðans
hvítgeislandi nepja
nálgast með slægð.
Þess eins ég
bíð að birtan dvíni.
Nótt breiddu sæng
yfir sársauka heimsins.
Valdimar Tómasson (f. 1971) er íslenskum bókmenntaunnendum að góðu kunnur. Fyrsta ljóðabók hans kom út árið 2007 og eru þær nú alls orðnar sjö talsins.