Jólin eru ónýt hjá Snjólaugu. Barnsfaðir hennar ætlar að vera á Tenerife með dóttur þeirra allar hátíðarnar og Snjólaug sér fyrir sér ömurlega einmanalegt aðfangadagskvöld. En svo fær hún snilldarhugmynd: Hún ætlar að vera búin að finna sér kærasta þegar klukkurnar hringja jólin inn.
Það er þó allt annað en auðvelt fyrir konu á miðjum aldri að rata um frumskóg stefnumótaappa og misgæfulegra einhleypra karla (og misdauðra laxa). Hún er við það að gefast upp þegar hún fær spennandi tilboð um að prófa glænýja og rómantíska stefnumótaferð á landsbyggðinni.
Hittu mig í Hellisgerði er bráðfyndin og notaleg saga um leitina að ástinni – upplögð til að lesa yfir kakóbolla í skammdeginu.
Ljúflestrardrottningin Ása Marin á orðið tryggan aðdáendahóp sem hefur heillast af stórskemmtilegum ferðaskáldsögum hennar um konur sem taka völdin í eigin lífi.
Hittu mig í Hellisgerði
4.195 kr.
Á lager