Myndhöfundur Harriet Muncaster
Þýðandi Ingunn Snædal
Ísadóra Nótt er sérstök af því að hún er öðruvísi. Mamma hennar er álfur og pabbi hennar vampíra og hún er blanda af þessu tvennu.
Það er komið að hinu árlega vampíruballi og Ísadóra Nótt getur ekki beðið! Það er bara eitt vandamál, hún þarf að keppa í hæfileikakeppninni með hinum vampírubörnunum.
Ísadóra býr ekki yfir miklum vampíruhæfileikum, hvað ef áhorfendur hlæja að henni? Sýningin verður að halda áfram en verður Ísadóra nógu hugrökk til þess að koma fram?
Fullt af æðislegu aukaefni; skemmtilegum hlutum að gera og búa til með Ísadóru og Bleiku kanínu!