Í Samtímarímum eru fjórir splunkunýir rímnaflokkar eftir jafnmörg skáld. Rímurnar eru ortar samkvæmt fornri hefð undir þekktum rímnaháttum, skipt er um hátt við hverja rímu og allar hefjast þær á mansöng. Eins og nafn bókarinnar gefur til kynna glíma höfundar rímnanna við yrkisefni sem mjög eru til umræðu á líðandi stundu. Sú fyrsta segir frá forsetakosningum 2024, næsta er um umferðina í Reykjavík, sú þriðja fjallar um laxeldi í sjó og fjórða ríman er um gervigreindina. Ragnar Ingi Aðalsteinsson ritstýrir og skrifar inngang.
Samtímarímur
4.195 kr.
Lítið magn á lager