Eignaréttur I, er hið fyrsta í fyrirhugaðri þriggja binda ritröð höfunda um íslenskan eignarétt. Þetta fyrsta bindi tekur til umfjöllunar reglur sem eru sameiginlegar flestum eignarréttindum og varða grundvallarþætti í íslenskri eignarréttarskipan. Í ritinu er fjallað um ýmsar raunhæfar réttarreglur sem oft reynir á fyrir dómstólum, eins og til dæmis andlag eignarréttar, eignaraðild, eignarform, forkaupsrétt og önnur óbein eignarréttindi, réttarreglur um sérstaka sameign, stofnunarhætti eignarréttinda og nábýlisrétt.
Ritið er meðal annars samið með það í huga að vera kennslurit við lagadeildir íslenskra háskóla. Jafnframt er það von höfunda að ritið megi gagnast öðrum þeim sem sýsla með reglur eignaréttarins í daglegum störfum sínum eins og dómurum, lögmönnum og starfsmönnum stjórnsýslunnar, sveitarfélaga og einkafyrirtækja.
Eignaréttur I: Almennur hluti
15.895 kr.
In stock