Áhugi fólks á lækningum sem stundum eru nefndar „óhefðbundnar“ hefur farið ört vaxandi á undanförnum árum. Fjöldamargir Íslendingar hafa nýtt sér þennan lærdóm aldanna með góðum árangri gegn ýmsum kvillum og sjúkdómum.
Íslenskar lækningajurtir, sem birtist fyrst fyrir um 20 árum, kemur nú út í nýrri mynd, rækilega uppfærð og endurskoðuð. Hér er gerð grein fyrir lækningamætti íslenskra jurta og úrvali erlendra lækningajurta sem nálgast má hér á landi. Leiðbeint er um notkun þeirra og meðal annars kennt að gera veigar, bakstra og smyrsl. Þá eru hinum fornu fræðum kínverskra jurtalækninga gerð skil og þau tengd við jurtirnar sem fjallað er um í bókinni.
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir nam grasalækningar og síðar kínverskar lækningar og nálastungulækningar á Englandi. Hún hefur starfað við grasa[1]og nálastungulækningar hér á landi og erlendis um árabil.