Ljóðabókin Here We Are, eins og sumar ljóðabækur, hefur söguþráð þar sem hvert ljóð er hluti af stærra samhengi. Einnig eru þar persónur sem allar eiga það sameiginlegt að búa í sömu borginni. Fær lesandinn að heyra hugsanir þeirra, lærir að sum þeirra jafnvel þekkjast, og fer honum fljótt að gruna að kannski sé það ekki það eina sem þau eiga sameiginlegt. Að þau búi í sömu borg.
Í sinni fyrstu ljóðabók skoðar Kjartan Ragnarsson mismunandi upplifanir fólks af borgarlífinu í gegnum umhverfið, fjölskyldutengsl, atvinnuna og ástina.