„Rit þetta er merkilegt fyrir margra hluta sakir. Fyrst og fremst er það gagnort yfirlit um elstu sögu Rússlands sem er einnig vel stutt gögnum. Volkonskí fursta, sem var maður hámenntaður, er auðvelt að leiða okkur fyrir sjónir hvernig þetta geysimikla land var eitt og sameinað ríki fyrstu aldirnar undir stjórn Rjúriksættarinnar. Var hans eigin frændgarður grein af þeirri ætt. Saga landsins eftir þetta tímabil einkennist af mörgum og stórbrotnum umskiptum, svo sem landamissi vegna innrásar Mongóla, hernámi Pólverja og Litháa á rússnesku landi og langri baráttu Rússa í þá átt að sameina landið að nýju í einu ríki. Öll þessi atriði hafa sett mark sitt á sjálfsmynd þjóðarinnar og er nauðsynlegt að hafa mið af þeim til þess að geta skilið Rússa og rússneska sögu.
Landið hafði ekki fyrr náð að sameinast að nýju en það varð fyrir barðinu á samvirkri utanríkisstefnu Evrópuríkjanna. Höfundurinn afhjúpar skarplega hvernig Austurríki-Ungverjaland, Þýskaland og síðar Bandaríkin beittu sér í þessum efnum bæði í og eftir fyrri heimsstyrjöldina. Fordæmir hann ráðabrugg þeirra og gerðir harðlega. Kemur honum þá til góða reynsla hans, bæði sem hermaður og diplómati. Hann segir sannleikann án allrar tæpitungu og svo líflega að lesandinn er sem bergnuminn.
Höfundurinn er ekki einungis glöggskyggn á stjórnmál heldur greinir hann jafnskarplega hvernig ráðandi öfl móta hugarfar og skoðanir almennings. Sjónarhorn hans á þessi atriði veitir okkur um leið átakanlega innsýn í líf útlagans, í líf hinnar fyrstu kynslóðar rússneskra útlaga.
Ástandið í Úkraínu nú á dögum á sér rætur í flókinni fortíð sem mjög varhugavert væri að horfa framhjá. Er þessi bók einkar hjálpleg til þess að skilja kreppuna sem ríkir þar nú. Loks eru margar af greiningum Volkonskís gagnlegar til þess að skilja fyrirbæri sem í auknum mæli er farið að gæta nú á síðari árum: hatur á Rússum sem ýmsir hafa kynnt undir, undrun og sárindi Rússa yfir þessum fjandskap og jafnframt hagsmunapot Evrópuríkjanna sem hræsni þeirr
Úkraína, hin rétta saga
2.895 kr.
Out of stock
- Author: Volkonskí, Alexander
- Edition: 1
- Publishing year: 2021
- Publisher: Vörður
- ISBN: 9789935248992