Sjálfsvíg og sjálfsskaði er málefni sem snertir okkur öll. Það er löngu orðið tímabært að opna umræðuna. Þetta er ekki einkenni sjúkdóma heldur raunveruleg þjáning og hluti af því að vera mannleg. Sjálfsvíg og sjálfsskaði eru merki um samfélag sem þjáist. Það er þörf á breytingum. Boðaföll er fyrsta íslenska bókin sem fjallar um þetta margslungna málefni út frá persónulegri reynslu höfunda um öngstræti og þjáningu. Markmiðið er að opna umræðu um raunverulega rót vandans, veita mótvægi við ráðandi stefnu um sjúkdómsvæðingu tilfinninga og bjóða önnur sjónarhorn. Fjallað er á gagnrýnin hátt um ríkjandi hugmyndir um málefnið og leiðir til bata. Boðaföll miðla raunverulegri von um bata fyrir öll sem hafa þjáðst á þennan hátt. Hlustum á raddir þeirra sem tala af persónulegri reynslu.Hér er fjallað um málefnið á allt annan hátt en áður hefur verið gert í sjálfsvígsforvörnum á Íslandi. Bókin gagnast fólki í vanlíðan, ástvinum þeirra, fagfólki og samfélaginu öllu.
Boðaföll, Nýjar nálganir í sjálfsvígsfor vörnum
6.995 kr.
In stock