Hann fór aldrei inn á söfn og las eingöngu héraðsblaðið, verkamaðurinn sem varð smákaupmaður. Hann flíkaði ekki tilfinningum sínum en bar þá einlægu von í brjósti að dóttir hans gengi menntaveginn. Dóttirin er Annie Ernaux, Nóbelsverðlaunahafi í bókmenntum 2022. Í þesssari snilldarlegu bók fjallar hún á nærfarin hátt um samband sitt við föður sinn.
Hún unni föður sínum en afhjúpar sársaukafulla fjarlægð sem myndaðist milli þeirra. Faðir hennar sagði eitt sinn við hana: „Bækur og tónlist, það er gott fyrir þig. Ég þarfnast þess ekki til að lifa.“
Renaudet-verðlaunin 1984
Prix Maillé-Latour-Landry de l’Académie française-verðlaunin 1984
Annie Ernaux, f. Duchesne, fæddist 1940 og ólst upp í Yverlot í Normandí, Frakklandi. Að loknu háskólanámi í heimspeki og bókmenntum lauk hún kennaraprófi og var síðan háskólakennari í nokkrum borgum Frakklands. Fyrsta bók hennar kom út 1974, Armoires vides. Síðan hefur hún sent frá sér á þriðja tug bóka. Í þeim hefur hún óspart nýtt reynslu sína og minningar um ýmis atvik í lífi sínu og sambandi sínu við foreldra, eiginmann og vini.
Annie Ernaux nýtur mikillar virðingar í Frakklandi fyrir ritstörf sín og hafa henni hlotnast margar viðurkenningar og verðlaun. Bækur hennar hafa verið þýddar á mörg tungumál og einnig hafa nokkrar þeirra verið kvikmyndaðar. Hún er handhafi Nóbelsverðlaunanna í bókmenntum árið 2022.