Á köldu októbersíðdegi sigla Júlía og Gíó, maður hennar, saman út í hinn sögufræga Geirshólma í Hvalfirði vegna verkefnis sem Júlía hefur tekið að sér. Hún snýr hins vegar ein síns liðs þaðan aftur.
Hvað gerðist í kjölfar þess að hún yfirgaf manninn sinn á þessu eyðiskeri? Hvernig getur staðið á því að hann er ekki lengur á eyjunni þegar hún vitjar hans aftur? Og hvernig á hún að skýra það fyrir yfirvöldum að maðurinn virðist horfinn af yfirborði jarðar?
Eitt satt orð er fyrsta spennusaga Snæbjörns Arngrímssonar. Áður hefur hann skrifað þrjár skáldsögur fyrir börn auk þess að hafa hlotið þýðingarverðlaun og verið mikilvirkur bókaútgefandi bæði heima og erlendis.
Eitt satt orð
6.895 kr.
Out of stock