Í GÆR VAR SNOWFIELD Í KALIFORNÍU AÐLAÐANDI LÍTILL BÆR ÞAR SEM BÆJARBÚAR NUTU LÍFSINS Í GULLINNI SÍÐDEGISSÓL. Í DAG RÁÐA MARTRAÐIR ÞAR RÍKJUM.
Ævagamalt ógnarafl hefur numið á brott næstum alla íbúa bæjarins og skilið lík annarra eftir, afkáralega afskræmd. Hvaða von eiga þeir örfáu sem enn lifa?
Mögnuð háspennusaga sem fær hárin til að rísa á höfði lesandans.
Dean Koontz er einn þekktasti spennusagnahöfundur heims. Bækur hans hafa selst í yfir 500 milljónum eintaka og verið þýddar á um 40 tungumál.
Helgi Magnússon þýddi.
„Lýsingar Koontz minna á Dickens og fáir skáldsagnahöfundar standast honum snúning í að fá okkur til fletta í ofvæni einni síðunni eftir aðra.“ – Los Angeles Times
„Koontz kann þá list að sannfæra lesandann um hið ómögulega … komið ykkur vel fyrir og njótið.“ – Sunday Telegraph
„Ljóðrænn stílsmáti og sannfærandi persónusköpun … það er enginn sem stenst Koontz snúning.“ – Associated Press
„Hlaðin spennu – alvöru spennu.“ – New York Times
„[Dean Koontz] stjórnar ekki aðeins myrkustu draumum okkar – hann er líka sjónhverfingamaður í sagnagerð.“ – The Times