til minnis:
planta
rófum
káli
kryddjurtum
dást að
fuglsungum
randaflugum
köngurlóm
dásama
morgunbirtuna
sólardaginn
kvöldkyrrðina
fagna sól
vökva rót
iða
eins og fluga
á meðan heimurinn ferst
Áslaug Jónsdóttir (f. 1963) hefur starfað sem myndlýsir, rithöfundur, grafískur hönnuður og bókverkakona, en fyrsta bók hennar kom út árið 1990. Hún hefur síðan skrifað og myndlýst fjölda barnabóka, samið barnaleikrit og unnið á ýmsum sviðum sjónlista.
Áslaug hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir verk sín og bækur hennar hafa verið þýddar á mörg tungumál, þar á meðal hafa bækurnar úr bókaflokknum um litla skrímslið og stóra skrímslið ferðast víða. Til minnis: er fyrsta ljóðabók hennar.
Áslaug Jónsdóttir býr og starfar í Reykjavík en þegar hún sér færi á strýkur hún til bernskuslóðanna og dvelur á sveitabænum Melaleiti í Melasveit þar sem hún ólst upp.