Viðar hefur staðið eins og klettur við hlið Díu sinnar í öllum þeim erfiðleikum sem hafa dunið á henni. Og þegar hann býður henni í unaðslega skemmtisiglingu um Karíbahafið þarf hún ekki að hugsa sig lengi um – jafnvel þótt ferðin sé handavinnuferð og hún hafi tíu þumalfingur. Mál fara þó að flækjast þegar dularfull og daðurgjörn kona úr fortíð Viðars skýtur óvænt upp kollinum á skipinu og fær Díu til að líta samband þeirra nýjum augum.
Ása Marin er orðin vel þekkt fyrir heillandi ferðaskáldsögur sínar sem segja frá óvæntum ævintýrum á framandi slóðum. Nú sláumst við í för með henni um Karíbahafið, með sínu litríka mannlífi, gómsæta mat og höfugu rommkokteilum.