Eiríkur ?af Pommern? var konungur Íslands í fimmtíu og þrjú ár, frá 1389 til 1442, lengur en nokkur annar, að Kristjáni IV einum undanskildum. Ævi og valdatíð hans var viðburðarík, stormasöm og á köflum ævintýraleg. Hann var krýndur konungur norrænu
konungsríkjanna þriggja, Danmerkur Noregs og Svíþjóðar fimmtán ára gamall árið 1389 og markaði óumdeilanlega spor í sögu Norðurlanda.
Sem Noregskonungur var hann einnig konungur Íslands, en kom lítið við sögu hér á landi með beinum hætti. Í íslenskum söguritum er hans helst getið fyrir að senda hingað Jón Gerreksson Skálholtsbiskup sem Íslendingar drekktu í Brúará.
Eftir að konungdómi Eiríks á Norðurlöndum lauk hélt hann til Gotlands sem hann leit á sem konungsríki sitt og þar gerði hann um hríð út sjóræningjaflota en fluttist síðan aftur til hins gamla heimalands síns, Pommern-Stolp á Eystrasaltsströnd Póllands. Þar lifir minning hans enn góðu lífi í bænum Darlowo sem áður hét Rügenwalde og var um aldir aðsetur forfeðra hans.
Í þessari fjörlega skrifuðu bók rekur Jón Þ. Þór sögu þessa fyrrum konungs Íslands og varpar um leið fróðlegu ljósi á áhugaverða þætti í sögu Norðurlanda og Eystrasalts á miðöldum.
VÖRUFLOKKUR