Dróttkvæðin voru einkum flutt við hirðir konunga og annarra höfðingja til forna. Orðið drótt merkir hirð og af því orði er nafn þessarar kveðskapargreinar fengið. Hér er þess freistað með allrækilegum skýringum og fræðslu um tilefni hverrar vísu að færa þetta efni nær almenningi.
Dróttkvæðin voru einkum flutt við hirðir konunga og annarra höfðingja til forna. Orðið drótt merkir hirð og af því orði er nafn þessarar kveðskapargreinar fengið. Dróttkvæðin koma fram á tíundu öld og bragarhátturinn, dróttkvæður háttur, varð snemma tilkomumikill og bundinn innrími og strangri stuðlasetningu. Trúlega hefur þessi hljómmikli og flókni háttur þótt hæfa við konungshirðir. Íslendingar létu óvenju mikið að sér kveða sem skáld á þessum vettvangi og þágu laun fyrir kvæði sín.
Dróttkvæðin hafa fengið orð fyrir að vera framar öllu formsins list og efni þeirra, konungalofið, einhæft. En þá sést mönnum yfir að í lausavísunum ortu skáldin um fjölbreytileg efni. Þar má finna vísur um ástir og ástmeyjar, bernsku- og andlátsvísur, klám og spaug, flím og níð og raunar vísur af flestum sviðum mannlífsins.
Ekkert safnrit með úrvali úr þessum kveðskap hefur verið til um býsna langt skeið þar sem almennum lesendum er greið leið að þeim fjársjóði máls og orðkynngi sem við vissulega eigum fólginn í þessum 12000 ljóðlínum sem kvæðin spanna. Hér er þess freistað með allrækilegum skýringum og fræðslu um tilefni hverrar vísu að færa þetta efni nær almenningi.