Þýðandi Arthúr Björgvin Bollason
Skáldsagan Effí Briest eftir þýska rithöfundinn Theodor Fontane (1819-1898), sem kom fyrst út 1895, er eitt af kunnustu stórvirkjum þýskra bókmennta. Það er til marks um vægi sögunnar að henni hefur verið skipað á bekk með Frú Bovary eftir Gustave Flaubert og Önnu Kareninu eftir Leo Tolstoj.