Sagan gerist í Þýskalandi á krossferðatímum og segir af ungum pílagrími sem dvelur á leið sinni í suður-þýskum smábæ og tekst þar á við höfuðskepnur lífs síns, ástina, valdboð mannanna og görótta fortíð.
Draumur Jórsalafarans er skáldsaga eftir Kristján L. Guðlaugsson blaðamann (1949-2023). Sagan gerist í Þýskalandi á krossferðatímum og segir af ungum pílagrími sem dvelur á leið sinni í suður-þýskum smábæ og tekst þar á við höfuðskepnur lífs síns, ástina, valdboð mannanna og görótta fortíð. Höfundurinn, Kristján L. Guðlaugsson, var blaðamaður bæði á Íslandi og í Noregi en einnig þekktur baráttumaður vinstri manna að fornu og nýju.