Fjórir menn hittast á bar í Stokkhólmi vegna áætlana samtaka um þjóðernissósíalíska byltingu í landinu. Tilveru þeirra er ógnað og aðgerða þörf.
Nokkrum árum síðar er þriggja ára stúlka myrt í garðinum heima hjá sér á Skáni. Olivia Rönning, sem hefur snúið aftur til starfa í lögreglunni, telur að morðið tengist ras[1]isma og þegar sjö ára drengur er drepinn með sama hætti á Värmdö vaknar grunur um að sami maður sé að verki. Rannsóknin leiðir Oliviu og Tom Stilton til Stokkhólms og þaðan út í eyju í skerjagarðinum.
Svört dögun er þriðja bókin um þau Oliviu Rönning og Tom Stilton eftir Cillu og Rolf Börjlind, einhverja vinsælustu glæpasagnahöfunda Svíþjóðar. Stórstreymi og Þriðja röddin nutu báðar mikilla vinsælda enda er takturinn hraður og framvindan hörkuspennandi.
Hilmar Helgu- og Hilmarsson þýddi.