Búverk og breyttir tímar fjallar um nokkur verk og verkfæri sem alþekkt voru á síðustu öld en hafa nú ýmist horfið úr verkahring eða breyst í helstu atriðum. Þannig er minnt á þungan straum tímans en líka þróun þekkingar og tækni. Verkmenning þessa tíma íslensks þjóðlífs breyttist, ýmist í hægum síganda eða stórum stökkum. Saga varð til og í þessari bók eru brot af henni sögð. Höfundur er landsþekktur fyrir vinsælar bækur sínar um sögu landbúnaðar. Bjarni veitti lengi forstöðu Landbúnaðarsafni Íslands auk rannsókna- og kennslustarfa á Hvanneyri.
Búverk og breyttir tímar
8.695 kr.
In stock