Ung kona gefur lesendum rapport af þráhyggju sinni fyrir eldri konum. Hún rekur líf sitt frá barnæsku til fullorðinsáranna gegnum frásagnir af konum sem hafa heltekið hana.
Eldri konur er röntgenmynd af ástandi. Lesandi kynnist konunni með ólíkum brotum af sögu hennar, uppvexti í flóknum heimilisaðstæðum, mismunandi vinnustöðum, vináttu,ástum, sigrum og ósigrum.
Eva Rún Snorradóttir hefur áður sent frá sér ljóðabækurnar Heimsendir fylgir þér alla ævi, Tappi á himninum og Fræ sem frjóvga myrkrið sem og sagnasveiginn Óskilamunir.
Eldri konur
6.295 kr.
In stock