Maður, sem tvívegis hefur reynt að drepa Thorkild Aske, bankar uppá hjá honum með óvenjulega bón. Maðurinn segist hafa fengið það verkefni að myrða fjórar manneskjur innan viku, að öðrum kosti muni átta ára gamall frændi hans verða drepinn. Hann vill fá hjálp Thorkilds við að ljúka verkefninu…
Sorgarsugan er fimmta bókin í hinni rómuðu glæpaseríu um Thorkild Aske sem er af íslenskum ættum. Fyrstu bækurnar fjórar – Ég mun sakna þín á morgun, Hittumst í paradís, Við skulum ekki vaka og Refsiengill – hafa fengið hinar bestu viðtökur.
Norski rithöfundurinn Heine Bakkeid hefur fengið mikið lof fyrir glæpasögur sínar sem hafa verið þýddar á fjölda tungumála.
Magnús Þór Hafsteinssn þýddi.