Leirburður er tímarit bókmenntafræðinema við Háskóla Íslands. Þetta er 5. árgangur tímaritsins, gefinn út af ritstjórn skólaársins 2023-2024.
Tímaritið er gefið út í þeim tilgangi að skapa rými fyrir nýja, og oft, óútgefna höfunda, ekki síst til þess að efla áhuga á ritstjórnarstörfum innan bókmenntafræðinnar. Í þessu tölublaði er að finna hina ýmsu bókmenntatexta: ljóð, smá- og örsögur, greiningar og skoðanapistla, þýðingar og leikrit.
Það er fjölbreyttur hópur listafólks sem stendur að tímaritinu að þessu sinni. Bæði hefur borist efni frá nemendum innan Háskóla Íslands, en einnig frá utanaðkomandi aðilum sem og erlendum höfundum.
Ritnefndin hefur að auki tekið inn, og lagt áherslu á, ljósmynda- og myndlistarverk. Grafískur hönnuður Leirburðar þetta árið er Ronja Þuríður Kristleifsdóttir.