25 gönguleiðir á Þingvallasvæðinu
Hér er ly´st 25 gönguleiðum á Þingvöllum og í næsta nágrenni. Um er að ræða gönguleiðir innan marka Þingvallaþjóðgarðs en einnig á áhugaverðum slóðum annarsstaðar við Þingvallavatn. Loks eru gönguleiðir sem tengjast hinum gömlu leiðum til Þingvalla en þar er um einar fjórtán þekktar leiðir að ræða.
Þessi gönguleiðabók er sú sjötta í röðinni þar sem bókarhöfundur, Reynir Ingibjartsson, ly´sir gönguleiðum á Suðvesturlandi og Vesturlandi. Um er að ræða hringleiðir sem leiða göngumenn um mjög fjölbreytilegar slóðir, þar sem sagan er við hvert fótmál og náttúran skartar sínu fegursta. Flestir láta sér nægja að fara hinar hefðbundnu leiðir um Þingvelli og nágrenni en þessari gönguleiðabók er einnig ætlað að leiða göngufólk um minna þekktar slóðir.