Samskipti manna og trölla hafa snarminnkað á undanförnum árum og viðskipti við skrímsli á borð við nykra, marbendla og fjörulalla heyra nánast sögunni til. Því er gott að halda á lofti þessum litríku frásögnum af samvistum við þess háttar verur á fyrri tíð. Sögur um þær gæða ferðalagið nýju lífi og margvíslegar kynjamyndir kvikna í landslaginu.
Fræðaþulurinn Jón R. Hjálmarsson (1922–2018) endursegir hér margar af kunnustu trölla- og skrímslasögum okkar á sinn einstæða hátt svo sögu[1]hetjurnar spretta ljóslifandi fram.