Ég er bara óbreyttur verkamaður á ekrum spekinnar. Eða garðyrkjumaður í víngarði viskugyðjunnar, nema hvort tveggja sé. Samt reyni ég af veikum mætti að marka eigin heimspekistefnu en hana kynnti ég í bók minni The Poetic of Reason. Introducing Rational Poetic Experimentalism.
Ég er bara óbreyttur verkamaður á ekrum spekinnar. Eða garðyrkjumaður í víngarði viskugyðjunnar, nema hvort tveggja sé. Samt reyni ég af veikum mætti að marka eigin heimspekistefnu en hana kynnti ég í bók minni The Poetic of Reason. Introducing Rational Poetic Experimentalism (Stefán Snævarr 2022). Eins og sjá má af undirheiti bókarinnar gaf ég stefnunefnu minni heitið “Rational Poetic Experimentalism“ (RPE). Á íslensku hyggst ég nefna hana “póetíska skynsemis- og tilraunahyggju“ (PST). Skynsemisþátturinn birtist í því að rökvísin skal virt við framkvæmd heimspekilegra hugsanatilrauna.