Á elleftu stundu bókin, kom út eftir spennandi sýningu sem var í Ljósmyndasal Þjóðminjasafnsins árið 2022-2023. Bókin er samantekt af uppmælingarferðum dönsku arkitektaskólanna til Íslands.
Í upphafi áttunda áratugarins var aðeins búið í örfáum torfhúsum á Íslandi. Þau höfðu lokið hlutverki sínu eftir að hafa verið megingerð íslenskra húsagerðarlistar í meira en þúsund ár og týndu nú tölunni með ógnarhraða.
Íslenskur arkitektarnemi ýtti á að dönsku arkitektarskólarnir í Árósum og Kaupmannahöfn tækju að sér að skrá einstakan byggingarstíl íslendinga, á áttunda áratugnum voru bæði torfhús og aðrar gamlar byggingar skrásettar. Þessi vinna vakti verulega athygli á mikilvægum menningararfi.
Bókin sem er ríkulega myndskreytt, veitir okkur innsýn í uppmælingarferðirnar, einstaka skráningu og viðleitnina við að varðveita fjölbreytta, upprunalega íslenska byggingararfleifð.
Á elleftu stundu bókin er 296 síður með fallegum myndum og teikningum. Höfundur er Kirsten Simonsen. Bók sem allir sem hafa áhuga á íslenskri byggingarlist þurfa að eignast.
Bókin er eingöngu á íslensku og dönsku.