Abstrakt – Geómetría á Íslandi 1950–1960 er glæsilegt stórvirki um eitt gróskumesta tímabil íslenskrar listasögu. Í fyrsta sinn voru myndlistamenn okkar samstíga öðrum norrænum og evrópskum kollegum. Fjöldi mynda af einstökum verkum þessara listamanna er að finna í bókinni og fróðlegur texti um listina á tímabilinu sem og listamennina.
Á meðal framvarða þessarar nýju og byltingarkenndu stefnu voru Gerður Helgadóttir, Karl Kvaran, Nína Tryggvadóttir, Svavar Guðnason og Þorvaldur Skúlason, svo nokkur séu nefnd, en sérprent af verkum eftir þessa listamenn fylgja með bókinni.
Einnig er að finna í bókinni smásögu eftir Sjón sem tengist abstrakt geómetrískri list. Textinn í bókinni er bæði á ensku og íslensku.
Stórglæsilegur prentgripur.