Jónas Kristjánsson sór þess dýran eið að gerast læknir þegar móðir hans dó frá átta börnum í torfbæ í Svínadal árið 1881. Þá var hann 11 ára að aldri. Faðir hans lést nokkru síðar eftir fádæma harðindi, fjölskyldan var leyst upp og flest fóru til Vesturheims. Jónas barðist til mennta með miklu harðfylgi og útskrifaðist sem læknir um aldamótin. Á síðari hluta ævinnar áttu náttúrulækningar hug Jónasar allan. Hann vildi koma í veg fyrir sjúkdóma, frekar en að bregðast við þegar komið væri í óefni. Lífsstarfið var fullkomnað með opnun Heilsuhælisins í Hveragerði á 85 ára afmæli hans. Einstök saga af eldhuga sem barðist fyrir því að deyja frá betri heimi en hann þurfti að takast á við sem barn.
Að deyja frá betri heimiÆvisaga Jónasar Kristjánssonar læknis
7.695 kr.
Lítið magn á lager