Bók þessi er hluti af ritröð á sviði lögfræði sem fjallar á heildstæðan hátt um almennar réttarreglur íslensks stjórnsýsluréttar. Bera ritin í ritröðinni eftirfarandi heiti: Stjórnsýslukerfið, Málsmeðferð stjórnvalda, Upplýsingaréttur, Almennar efnisreglur stjórnsýsluréttar, Endurskoðun stjórnvaldsákvarðana, Opinber starfsmannaréttur og Stjórnsýsla á sveitarstjórnarstigi.
Í bókinni er fjallað um mörg af flóknustu viðfangsefnum stjórnsýsluréttarins sem eru lögfræðileg álitaefni tengd annars vegar spurningum um það hvort stjórnvald hafi næga lagaheimild til að taka tiltekna ákvörðun og hins vegar spurningum um hvernig eigi að standa að fyllingu og túlkun matskenndra lagaheimilda þar sem stjórnvöldum hefur verið fengið stjórnsýslulegt mat. Þegar þessum spurningum er svarað þarf m.a. að
fást við lögmætisregluna, réttmætisregluna, jafnræðisreglur, regluna um skyldubundið mat, meginregluna um réttmætar væntingar aðila máls, skýrleikaregluna og meðalhófsregluna.
Almennar efnisreglur stjórnsýsluréttarins
17.195 kr.
In stock