Lára og Ljónsi elska að hjálpa mömmu og pabba í eldhúsinu og skemmtilegast af öllu er auðvitað að prófa sig áfram við bakstur og matargerð. Bakað með Láru og Ljónsa inniheldur fjölmargar uppskriftir sem henta krökkum á öllum aldri, allt frá einföldum uppskriftum fyrir byrjendur í bakstri og flóknari veislutertur fyrir þau sem vilja reyna á sig. Tilefnin til að baka eru fjölmörg og í bókinni má meðal annars finna uppskriftir að krúttlegum páskaeggjahreiðrum, gómsætum afmæliskökum, hræðilegum hrekkjavökukræsingum, litríku hollustusnarli og bæði Lárutertu og Ljónsatertu.
Systurnar Birgitta og Sylvía Haukdal eru höfundar bókarinnar en Sylvía er menntuð frá Le Cordon Bleu í deserta- og bakstursgerð og starfar sem bakari. Bókina prýða fallegar ljósmyndir Írisar Daggar Einarsdóttur auk fjölmargra litríkra teikninga af Láru og Ljónsa.
Bakað með Láru og Ljónsa
6.195 kr.
Lítið magn á lager
- Author: Birgitta Haukdal, Sylvía Haukd
- Edition: 1
- Publishing year: 2024
- Publisher: VAKAHELG1
- ISBN: 9789979228400