„Fingur Lucrezíu grípa um brún matardisksins. Fullvissan um að hann vilji hana dauða er eins og vera við hlið hennar, líkt og dökkfiðraður ránfugl hafi lent á stólarminum.
Þetta er ástæðan fyrir skyndilegri för þeirra á þennan villta og afskekkta stað. Hann fór með hana hingað, í þetta steinvirki, til þess að myrða hana.“
Lucrezía fæðist inn í hina ríku og valdamiklu Medici-fjölskyldu í Flórens á Ítalíu. Hún á litla samleið með systkinum sínum og þykir bæði einræn og listhneigð. Þegar systir Lucrezíu deyr, skömmu fyrir brúðkaup sitt og hertogans af Ferrara, biður brúðguminn um hönd hennar og þrátt fyrir barnungan aldur samþykkir faðir hennar strax ráðahaginn.
Eftir brúðkaupið flytur Lucrezía í höll hertogans fjarri heimahögunum. Hún áttar sig brátt á því að eiginmaðurinn er ekki allur þar sem hann er séður, meira að segja systur hans hræðast hann. Hlutverk Lucrezíu er fyrst og fremst að ala honum erfingja til að tryggja völd ættarinnar. Þegar bið verður á því fer hún að óttast um líf sitt.
Sunna Dís Másdóttir þýddi.
Brúðarmyndin
4.195 kr.
Lítið magn á lager
- Author: O´Farrell, Maggie
- Edition: 1
- Publishing year: 2024
- Publisher: MALOGME1
- ISBN: 9789979350989