Sögumaður Eftirvæntingarinnar verður vitni að einkennilegu þruski í kjarri á kvöldgöngu sinni við Vatnið. Skömmu siðar fær hann upphringingu frá dularfullri kvenmannsröddu, sem mælist til að hitta hann með allfurðulegum hætti. Fyrr en varir er hann flæktur inn í atburðarás, sem hann fær lítt ráðið við.
Fleiri undarlegir atburðir verða á vegi hans, sem virðast tilviljunarkenndir, en sem ráðast röklega fram á forsendum frásagnarinnar sem sögunni vindur fram með skírskotanir og vísbendingar fram og aftur í tíma. Lesandinn ræður í gátuna sem væri hann annað sjálf höfundar. Sagan gerist hérlendis og erlendis á tímum sem lesendur mega þekkja, launfyndinn spennusaga með alvarlegum og tilvistarlegum undirtóni.
Sögumaður uppgötvar að nokkrir hópar séu að reyna að ”ná” honum vegna vitneskju sem hann er ómeðvitaður um; hann virðist vera skurðpunktur góðra afla, en líka miður góðra, sem geta skift sköpum. Hann verður eins konar íhugandi áhorfandi eiginn lífs. Atburðarásin knýr söguna áfram, en einnig atburðir og vísbendingar sem virðast tengjast lausn gátunnar, einnig hann sjálfan; virðast fjarstæðukenndir, en svo er ekki í ljósi þess sem áður hefur borið við í sögunni. Sagan gerist á láði og legi og í lofti og á mörgum stöðum innan- og utanlands. Sögumaður lendir í ýmsum óvæntum uppákomum, sem ekki er hversdagskostur í leit sinni að lausninnni, oft á tæpasta vaði.
Höfundur Eftirvæntingarinnar er sjálfstætt starfandi arkitekt og hefur unnið til fyrstu verðlauna á sviði byggingarlistar og aðal- og deiliskipulags auk annarra viðurkenninga og teiknað fjölmargar byggingar á höfuðborgarsvæðinu, en einnig víða um land.