Dag einn sagði Pétur við mömmu sína að hann vildi eignast systkin. Þá sagði mamma svolítið skrítið, að Pétur yrði bráðum stóri bróðir. Pétur varð steinhissa. Venjulega þurfti hann að rella miklu lengur ef hann langaði í eitthvað. En þegar Lena litla fæðist er Pétur ekki alveg viss lengur. Hann hefði kannski frekar átt að biðja um þríhjól.
Ég vil líka eignast systkin eftir Astrid Lindgren hefur skemmt og yljað stækkandi fjölskyldum í áratugi. Einstakar myndir Ilon Wikland gæða frásögnina töfrum.