Emma er oftast glöð og kát en stundum vaknar hún öfugsnúin. Þá ruglar hún á sér hárinu í stað þess að greiða það, klæðir sig í fötin á röngunni og heldur reið og pirruð út í daginn. Litli bróðir er hálfsmeykur við Emmu öfugsnúnu því hún vill alls ekki lána honum bangsann sinn til að leika með.
Í meira en fjóra áratugi hafa bækurnar um Tuma og Emmu sýnt íslenskum börnum og foreldrum þeirra töfrana í hversdeginum.